Undir Sama Himni Rökkurró

Lyrics

  • Song lyrics Redakcja
Ég var fastur í völundarhúsi
og viljinn
til að leita eða finna
leið út
var horfinn

Ég var einn
hafði reikað svo lengi
án tilgangs

Samt var eitthvað sem ýtti mér áfram
varst það þú?

Þú sást mig
er aðrir litu undan
þá komst þú
fannst mig marinn og brotinn
en þú skildir
þú varst eins.

Og þú trúðir,
á mig og þú trúðir á okkur
að ef við skrifuðum söguna saman
þá endaði hún vel.

Ég sé nú
ég sé nú svo margt
sem ég sá ekki fyrr
þegar allt var í móðu




Rate this interpretation
contributions:
Redakcja
Redakcja
anonim